Prjónadagbókin mín

4.990 kr.

Prjónadagbókin mín er nokkurs konar verkdagbók og í hana skráir þú, á persónulegan hátt, prjónaverkin þín. Þannig verður til skemmtileg og falleg bók sem er í senn minningabók um þau verk sem þú hefur prjónað og  uppflettibók með hagnýtum upplýsingum um verkin þegar þú þarft á þeim að halda.

Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

891 in stock

Um bókina

Prjónadagbókin er algjörlega tímalaus og því skiptir engu máli hvort þú afkastar gríðarlega miklu eða prjónar hægt og örugglega. Í bókinni er pláss fyrir 50 verkefni. Sumum endist kannski ekki ævin til að fylla hana á meðan aðrir verða fljótir að því – en þá er bara að byrja á öðru bindi! Bókin er bundin inn en með opinn kjöl svo hægt sé að opna bókina alveg flata þegar fyllt er inn í hana.

 

Um okkur

Að útgáfunni stöndum við tvær, Bylgja Borgþórsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir, en við höfum undanfarin ár hannað og gefið út uppskriftir að prjónaflíkum á börn undir heitinu Big Red Balloon.

Við vitum að þau sem prjóna mikið gefa gjarnan stóran hluta af sínu prjónlesi frá sér án þess að skrá niður helstu upplýsingar. Þannig glatast oft mikilvæg gögn um þau verk sem unnin eru og erfitt að grafa upp þegar ráðast á í sama eða svipað verk.

Okkur langaði því að búa til og gefa út bók þar sem viðkomandi getur safnað saman upplýsingum um öll sín prjónaverk á einn stað. Bókin virkar þá sem eins konar verkbókhald þar sem nauðsynlegar upplýsingar um verkið eru skráðar ásamt mynd.

Sölustaðir

Auk þess að fást hér í vefversluninni má nálgast bókina í völdum verslunum:

  • A4, Akureyri, Egilsstöðum, Reykjavík og Selfossi
  • Bókabúð Forlagsins, Reykjavík
  • Bóksala stúdenta, Reykjavík
  • Garnbúð Eddu, Hafnarfirði
  • Handprjón, Hafnarfirði
  • Penninn Eymundsson, Akranesi, Akureyri, Hafnarfirði, Ísafirði, Reykjanesbæ og Reykjavík
  • Prjónaklúbburinn, Selfossi
  • Storkurinn, Reykjavík
  • Stroff, Reykjavík

Uppskriftir

Haustlauf

Peysa og húfa

Tíglaröð

Peysa

Tíglar

Húfa

Flóki

Peysa

Bugða

Húfa

Hlekkur I

Peysa

Dröfn

Kjóll

Sproti

Kjóll

Skali

Peysa

Hlekkur II

Húfa