Stím

3.990 kr.

(sendingarkostnaður innifalinn)

Stím er fyrsta ljóðabók höfundar en áður hefur komið út smásagnasafnið Nesk (2007). Í ljóðunum er tekist á við föðurmissi, samband kynslóðanna og veruleika smábæjarins.

„Ljóslifandi, launfyndið og ljúfsárt. Hittir beint í hjartastað“
– Ingunn Snædal, skáld og þýðandi.

.

Um höfundinn

Jón Knútur er 47 ára gamall Norðfirðingur og búsettur á Reyðarfirði. Hann er með BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MA-próf í fjölmiðlafræði frá University of Leicester. Hann starfar við kynningarmál en hefur auk þess sinnt dagskrárgerð fyrir útvarp og skrifað greinar í blöð og tímarit.

Útsölustaðir

Nesbær, Neskaupstað
Hús handanna, Egilsstöðum
Bókakaffi, Fellabæ
Bókabúð Forlagsins, Reykjavík
Penninn Eymundsson, höfuðborgarsvæðið og Akureyri